Wednesday, July 21, 2004

hringl!

ég varð þeirra gæfu aðnjótandi að gæta dóttur vinkonu minnar nætursakir... hún er sofandi núna. maður veltir því oft fyrir sér hvort maður sé að missa af einhverju ef maður fer ekki út, já maður enn svo djammþyrstur. málið er kannski bara að maður er að missa af einhverju allt örðu með því að fara út. ég er náttúrulega umkringd börnum í starfi mínu og það er yndislegt og allt það en það er ekki það sama og hugsa um þau all the time....
ok ég er nú bara búin að hafa hana í eina kvöldstund en það hringlar ég verð að viðurkenna það. en að sama skapi er maður ekki að fara út og hitta fólk og vonast efir að hitta einhvern sem er góður til undaneldis?? það þorir auðvita enginn að viðurkenna það en hvern erum við að plata. ekki það að ég djamma ekki til að skemmta mér en auðvita er maður alltaf með augun opin....

það getur svo sem líka verið ágætt að fá þau bara lánuð........

Rebbi

0 Comments:

Post a Comment

<< Home