Monday, March 21, 2005

uff........

að bíða er stundum alveg svakalega erfitt. hvað verður um mig, hvað er ég að fara að gera veltur á einhverju fólki sem ég þekki varla. djöf.... er erfitt að bíða! ans.... er erfitt að bíða! hryllilega er erfitt að bíða! mikið er tíminn lengi að líða þegar maður er að bíða..........

rebbi

Friday, December 31, 2004

takk fyrir mig

jæja elsku vinir nú er árið að líða undir lok. margt skemmtilegt og uppbyggilegt sem ég mun geyma og varðveita. ég er búin að kynnast fólki sem er mér ómetanlegt og hefur auðgað mig og kennt mér margt. ég er að búa mig undir mjög spennadi ár og er kvíðablandin tilhlökkun efst í huga. ég vil hér með þakka öllum fyrir liðnar stundir og vonast til að eiga fleiri með sem flestum ykkar. ég er ekki beint í ritstuði en vildi endilega þakka fyrir mig. óska ykkur öllum gleði og friðar á komandi tímum.

áramótakveðjur
REBBI

Saturday, December 18, 2004

x-mas vs. me-mas

það er fyndið hvað ég get talað endalaust. ég er ein af þessum týpum sem get alveg ruglað endalaust sem ekki er frá sögum færandi en í gærkvöldi var leikhópurinn 2 konur sem hluti af Stúdentaleikhúsinu í útvarpsviðtali á Radíó Reykjavík. Við vorum þarna ég og Harpinator og vorum bara í góðum fíling. ég náttúrulega hélt uppi aðalsmerki tvíbura sem ég er og fór upp og niður og út og suður. reyndar var það í anda leikverksins að rugla og svara engu.....en alla kalla veganna manna þá talaði ég út í eitt og eftir viðtalið sagði útvarpsmaðurinn að ég mætti aldrei aftur koma í viðtal af því að ég væri ekki alveg heil...reyndar er hann mikill fan (að hans sögn, on the air btw, sem ég reyndar bað um. ef hann fyndi það hjá sér að hrósa mér svona þá ætti hann að gera það opinbert af því að ég er svo dæmigerður leikari, þrái hrós og aðdáun fjöldans ok kannski ekki alveg en samt og þó ekki en jú...já ég var búin að segja ykkur að ég er tvíburi ég hef fullt leyfi!) svo að ég held að ég megi alveg koma aftur. ekki það að það sé málið en þetta var/er bara fyndið. sko ég fæ stundum bara þörf fyrir að tala og ef fólk meikar það ekki þá getur það bara verið heima hjá sér að elda með Jóa Fel. sem btw er að gera húsmæður um land allt trylltar. sem ég bara fatta ekki!! maðurinn vekur ógleði hjá mér ekki skemmtilegt í jólaheitunum hér á bæ. jæja þá er stressið að fara með mig, af hverju? jú það er sýning í kvöld og það er komið svo langt síðan við lékum hana síðast og allir eru í prófum og í einhverjum hermit gír. þetta verður krefjandi en alveg hryllilega skemmtilegt. ef þið eruð ekki búin að sjá þá eruð þið þess verr stödd en þið sem eruð búin að koma búin að tryggja ykkur vist í himnaríki. ja eða helvíti eða bara endalausa endursýningu á sturtuatriði Jóa Fel.

svarið við síðustu spunringu er já úr SATC og það var hún Miranda sem var að deita gaur sem var æstur í bakdyrnar. hún situr í taxa með hinum gellunum og bílstjórinn er alltaf að skipta sér að.....

flokkur. kvikmyndir

"your royal penis is clean!"

rebbi

Wednesday, December 15, 2004

ha er dagur núna?

hvað er málið? ég er svo gjörsamlega búin að snúa sólarhringnum við. það eina sem er athugavert við það er að ég er á skjön við alla aðra í kring um mig. það skiptir mig að öðru leyti ekki svo miklu máli. af hverju? jú, birtan er jafnvel meiri á nóttinni sökum jólaskreytinga, ég er ekki að gera neitt sem ég get ekki gert á nóttinni, það er allt miklu rólegra og hljóðlátara og ég er dýr næturinnar. gæti reyndar verið að fara að vinna á næstu dögum sem er mjög mjög gott fyrir öreigann mig! var að pæla í hvort það væri ekki hægt að koma mér inná fjárlög næsta árs. ríkið gæti alveg borgað fyrir skólavist í einhverjum af þessum skólum sem ég þrái svo að komast í. ég meina ég á hvort eð er eftir að starfa fyrir ríkið einhvern tímann framtíðinni, af hverju geta þeir ekki bara byrjað að borga mér? skil þetta ekki. kannski af því að ég hef ekki beðið um það. það er víst eina leiðin. maður á að biðja um það því varla leita þeir mann uppi og gefa manni pjéninga múwahahahaha....
ok nýjung! ég ætla að koma með textabrot og þið?(hef ekki hugmynd um hverjir lesa þetta) eigið að FATTA upp á hvaðan brotið kemur. hver sagði, hvenær og af hverju. sko kannski bara eitt af þessu eða allt, fer náttúrulega eftir flokk en ok....spennó spennó spennó

flokkur: tv

"If he goes up your butt, will he respect you more or respect you less? That´s the issue."

good luck peeps

rebbi

Monday, December 13, 2004

atvinnuleysi > æðruleysi? ég veit það ekki!

það er skrýtið að loksins þegar manni gefst tómarúm til að safna sér og tjasla sér saman eftir annatarnir þá leiðist manni bara. hversu oft hef ég ekki kvartað yfir að vera þreytt á of miklu stressi og hversu mikið ég vildi að ég ætti smá stund til að bara gera ekkert. well it´s here og?????? jú ég kvarta yfir því að hafa ekkert að gera. af hverju getur maður aldrei verið ánægður? listamaðurinn í mér er alltaf að leita að hinni sönnu hamingju...no wooo róleg! en samt.... ég held þó að hún felist í jafnvægi. ég meina það er alltof mikið af ying yang dæmum til svo að ég get ekki horft framhjá þeim. ég verð að finna þennann "gullna meðalveg". ég verð samt að viðurkenna að ég er bara alltof mikil öfgamanneskja til þess að vera línudansmær. ég er meira svona gellan í rólunni eða trúðurinn í fallbyssunni, eða bara rólugellan í fallbyssunni. reyndar leiðast mér allir stimplar og því miður ég of gjörn á púðann, stimpilinn það er. oftast á sjálfan mig. það er svo gaman að sitja og flokka sig.
-(leik)kona
-dóttir
-stjúpdóttir
-systir
-stjúpsystir
-ákveðin
-sjálfstæð
-óörugg
-örugg
-ung samt ekki en samt....
-Íslendingur
-skósjúklingur
-kjúklingur
-ögrandi (á þá aðallega við hæð mína)
-öreigi (a.m.k.ef ég fer ekki að vinna bráðum)
-tónlistarunnandi
-fagurkeri
-SÆLkeri (slæmt, mjög slæmt af því að ég get borðað endalaust og sérstaklega núna með allann þennann aukatíma)
-sjónvarpssjúklingur
-smámunaseggur
-á ég að halda áfram
-ég held ekki.....
-en takk samt

ég byrjaði í einhverri allt annarri pælingu og enda svo í darwinískum speklulerisjónum (tíhíhíhí) eða einhverju á þeim nótunum....

nætí næt

rebbi

Tuesday, November 30, 2004

Sigri hrosandi göngum við fram...

Það er alveg obboslega gaman að finna þann meðbyr sem þýtur undir vængi Stúdentaleikhússins þessa dagana. Við erum einstaklega stolt af afreki okkar, litla barninu okkar sem við fæðum í/á hverri sýningu. Stoltastur er þó pabbinn hann Palli en við erum samt líka stoltari af honum. Hehe....
Við erum æði, hann er æði og þið sem eruð búin að koma og sjá eruð æði og þið sem eruð á leiðinni að sjá eruð æði. Er ekki allt æði, óðs manns æði, æði flæði og bara hraun og æði. Nei ég er ekki búin að sofa nóg ef þið eruð að velta því fyrir ykkur.
Við erum búin að bæta við 2 sýningum sökum vinsælda og verða þær 18. og 19.des. en það er náttúrulega sýningin á fimmtudaginn 2.des. Ég veit ekki hvort það er uppselt. Allir að koma! Allir að koma! Allir að koma!

Afsakið mig en er ég ein um að finnast það óhuggulegt að sjá Jóa Fel. búa til mat?

Kveðja
rebbi

Sunday, November 28, 2004

Hæ ég heiti......

Bara svona ef þið eruð búin að gleyma því. Lífið er yndislegt. Lífið er ógnvænlegt. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og þá sérstaklega um sjálfan mig. Það er svo gott að vera speglaður, ég hef verið þeirri gæfu aðnjótandi undanfarið. Hvar er best að sjá sjálfan sig? Í öðrum? Stundum. Ég fæ af og til að heyra hvernig ég kem fram við menn og dýr og finnst mér það alltaf jafn fyndið. Hvernig ber ég saman "mig" og mig? Það er svo gaman. Hvernig sé ég sjálfan mig og hvernig sjá aðrir mig.
Inntökuprófin í leiklistardeildina eru að nágast hratt og spennan fer vaxandi og ég finn að pressan er mikil. Aðallega sú sem ég set á mig sjálf. Ég hef verið að stússast svo mikið í bransamálum og fengið mikið af athugasemdum, ráðum, skipunum, spurningum og hvatningu. Ég er í algjörri sjálfsskoðun og er að vega og meta hversu mikið ég geti látið þetta stjórna mér. Af því að þessa dagana kemst ekkert annað að. Hollt? Ég veit það ekki.....

Hrósið fær Egill Helgsaon fyrir Silfrið í dag. Formaður þingflokks framsóknar tilkynnti víst samkvæmt fréttum Stöðvar 2 að við myndum draga til baka stuðning okkar við stríðið í Írak. Við værum tekin af lista yfir hinar staðföstu þjóðir. Það verður gaman að sjá hvað gerist....

Kveðja
Rebbi