Friday, July 23, 2004

ad vera eda ekki vera......

heima á föstudagskvöldi? áleitin spurning fyrir singleton. ég finn fyrir því að ég hef ekki fengið nægilega listræna útrás að undanförnu og sköpunarþörfin því mikil. ég reyndi að beisla hana í eldhúsinu áðan er ég blandaði saman California rúllu við risotto.... og útkoman well svoldið spes! Risottoið var í sjálfu sér, þó að ég segi sjálf frá, syndsamlega gott og krabbinn og avókadóið líka, bara ekki saman. en hey það mátti reyna. svo fann ég skó (sem ég á alltof mikið af) sem mig langaði að hressa uppá (þó svo að ég hef aldrei farið í þeim út). ég dró fram "föndurdótið" mitt og límdi fullt af pallíetum á þá. last season I know en þetta var ágætt maus. því næst fór ég að velta fyrir mér að byrja að mála. ég var komin með sterka mynd í hausinn og þurfti að koma henni frá mér þá rak ég augun í gamalt blað og gleymdi myndinni. innblásturinn kemur þó væntanlega aftur. skissubókarreglan sannar sig enn á ný!!!! merki castor og polloux, tvíburinn er svo mikill rússíbani í eðli sínu og ég finn mjög sterkt fyrir því þessa dagana. ég fæ svona kraft til að gera fáránlegustu hluti og svo langar mig bara helst til að leggjast í dvala. merkilegt hvernig mannskepnan virkar. jæja en aftur að upphafspunktinum (dæmigerður tvíburi að flakka fram og til baka í máli sínu, örugglega erfitt fyrir þá sem ekki eru vanir að umgangast slík fyrirbæri). sófinn minn verður stöðugt girnilegri, verst hvað sjónvarpið er leiðinlegt og klukkan orðin margt(videóleigurnar búnar að loka). svo er reyndar yndislegt fólk í bænum sem vill gjarnan fá knús frá hinni ofurhressu mér t.d. Mrs. Hottie McHot en hún er á vinnudjammi. ahh svo var ég að muna eftir fullt af suðrænum ávöxtum inn í ísskáp og ég gæti bakað þá upp úr.... ok ég og mínar matreiðslufantasíur. ekki það að elskuhugarnir hafi ekki kunnað að meta það, ja þeir sem voru þeirrar gæfu aðnjótandi. hmmmmm ég ætla að fara í sturtu og sjá til. merkilegt hvað allt verður skýrara þegar ég er í vatni. eins og þegar ég syndi þá verður einhvernveginn allt svo auðvelt og gott... ohh mig langar í sund núna! ég væri til í að dífa mér í djúpu laugina og láta mig hverfa í undirheima hugsanna minna...would´nt it be lovely lovely, yes lovely......

Rebbi

2 Comments:

Blogger Herra Þóri said...

Þetta er einmitt það sem ég var að spá í klukkan 05:30 í nótt þegar ég og Matta stóðum og átum pizzu á Lækjartorgi. Hverju er maður að missa af ef maður fer ekki á djammið? Troðningi, dýru áfengi, löngum röðum, dónalegum 18 ára ljóshærðum gellum sem halda að þær eigi heiminn, óhollum eftirdjamm-mat, dýrum leigubílum...should I go on? Ætti maður ekki bara alltaf að vera heima? Ég bara spyr. : )

July 24, 2004 at 4:38 PM  
Blogger Angurgapi said...

eg get alveg sagt ykkur thad elsku vinir minir ad thid eigid bara ad koma hingad til barce og djamma...thetta er soldid mikid odruvisi en heima
egobust a hverju kvoldi
og Thorir...good place for you hun

July 26, 2004 at 4:32 PM  

Post a Comment

<< Home