Saturday, September 25, 2004

Strákarnir okkar

tilkynning tilkynning

ok á morgun sunnudag er verið að taka upp atriði í myndinni strákarnir okkar þar sem einn heitasti leikari á íslandi björn hlynur haraldsson er að skora mark fyrir kr við mikinn fögnuð áhorfenda, mr Macho verður á staðnum dressaður sem leðurhommi og klappstýra og ég og eiginkonan verðum í búningunum og ég í einhverjum reddingum líka. okkur vantar áhorfendur til að vera vitni að þessu öllu og koma þá hugsanlega fram í myndinni. mæting er kl. 11:00 á kr völlinn í frostaskjólinu og stendur dagskráin til kl. 16:00. þið ættuð ekki að verða svöng því að ss grillar pylsur og vífilfell sér um drykki og innes verður með eitthvað kaffi og með því. ALLIR SEM MÆTA FÁ HAPPDRÆTTISMIÐA OG Í VERÐLAUN ERU FLUGMIÐI FYRIR TVO MEÐ ICELANDAIR! svo verður tombóla og prúttsala á búningum og eitthvað fleira skemmtilegt....vei vei vei.

ok svo mæta allir á völlinn og styðja íslenska kvikmyndagerð, sem er vonandi framtíðarstarf hjá fullt af okkur, leikarar, kvikmyndagerðafólk, og allir sem fara í bíó og allt það

áfram ísland búmm búmm búmm búmm búmm áfram ísland.........

kveðja
rebbi

Monday, September 20, 2004

PILATES

þökk sé Drottni!!!!! Halelúja og allt það....
gott fólk pilates er alveg málið. ég fór í minn fyrsta pilatestíma í morgun. Jói kennarinn er alveg frábær. afslappaður, hress og hlær ekki að aumingjum eins og mér. það er ekki fyndið hvað ég er svakalega stirð en hann er fljótur að kippa manni í liðinn. mér líður eins og ég sé 10 cm lengri og liðamótin laus og ég er hálffjótandi.....
I´m loving it

rebbi

Sunday, September 19, 2004

omg.....

Jæja elskurnar mínar!

þetta er nú búið að vera meiri helgin. er búin að vera á leikæfingum fös. og lau. og ég er að pissa í mig af spenningi. þetta er svo gaman og ég held að þessi "sýning" verði kveikja að umræðu. margir eiga eftir að hakka okkur í sig og vonandi eiga einhverjir eftir að fíla þetta....eitthvað hvað sem þetta er eða verður úff..
nú það var nett oral orgía sem átti sér stað á ákveðnum skemmtistað borgarinnar milli nokkurra einstaklinga sem vilja ekki láta nafn síns getið (sem er mjööööög skiljanlegt)!
ég er því miður með einhvern skít í mér einhverja leiðinda kvefpest sem er alveg að bögga mig. annað skemmtilegt að þá er ég að fara í pilates í fyrramálið hjá Jóa, þokkalega heitur gaur! verð samt eins og kleina af því að ég er alveg hryllilega stirð og þá meina ég stirrð!
enn annað skemmtilegt, loksins loksins LOKSINS, hitti ég Pétur aka Mistery Man aka MM, en hann er týnda týpan úr my gay posse. hann er náttúrulega alveg jafnmyndarlegur og hinir gaurarnir og með brjóstvöðva frá helvíti, MM vertu velkominn í posse-ið mitt!
fékk yndislegann póst frá Köngulóarkonunni sem ég ann svo heitt smúch hunny...

bond kveðja
rebbi

Thursday, September 16, 2004

innipúki!

ég er að stefna að nýju meti, nei hvern er ég að plata ég verð ekki jafndugleg og þegar ég var 18. ekki endilega að ég sé stolt af þessu bara frekar meðvituð. ég hef ekki farið út úr húsi síðan snemma á þriðjudaginn. don´t know why I didn´t come söng Nora nokkur Jones, ég hef verið að spyrja mig að því sama og hver má skilja það eins og hann/hún vill. er í einhverri krísu. sem er allt í góðu, er á smá tímamótum. annars allt í góðu og bara frekar hress...
heyrði í Köngulóarkonunni og hún er bara hress líka, vá það er naumast hvað allir eru hressir. svo verð ég að þakka miss Kindheart fyrir commentin hennar, það er alltaf gott að vita að það er enn til fólk sem er bara eitt stórt hjarta. hún heitir Matta og er í Baunalandi eins og fleiri sem ég þekki. af hverju maður skellir sér bara ekki til þeirra og heimsæki alla í einu???? og ég heiti Jóhannes.......

kveðja
rebbi

Wednesday, September 15, 2004

heyyyeeeeííí....

ok fékk skemmtilega heimsókn í gærkvöldi. G Hözler átti afmæli í gær svo að hann mætti með McHot og mr. Macho í cocktail. og það sem var hlegið! ef einhverjir kunna að skemmta manni eru það þeir cheisús..... hözl, vel lukkuð, misheppnuð, fyndin og scary sem og leiklist voru umræðuefnin. ég og mr. Macho getum ekki verið án drama, it´s our life!
ok hefur einhver séð McDonalds auglýsinguna saladplus? hún er fu#&%$"# djók! ég horfði á með undrun ég verð að viðurkenna það. þetta stóra fyrirtæki sem þarf virkilega að berjast fyrir tilverurétti sínum eftir super size me, ætti að reka auglýsingaskrifstofuna sem sér um þeirra mál. hún er alveg hræðileg. talandi um aulýsingar þá verð ég að benda á hana Aðalbjörgu fyrrverandi Brúðubílsgellu og núverandi leiklistarpíu, en hún er alveg sprenhlægileg í penna-aulýsingunni og svo er hann Circle minn víst í einhverri auglysingu sem ég hef ekki séð en er víst góður......

jæja ble ble

rebbi

Tuesday, September 14, 2004

slugsi....

af hverju þarf maður alltaf að trassa hluti sem skipta máli? framkvæmdakvíði eða leti? ég held að þetta sé minn versti löstur. svo líður tíminn og það verður erfiðara að gera það sem hefði aldrei þurft að vera nokkuð mál! er einhver að skilja þetta?

damn

rebbi

lofar góðu, lofar góðu.....

ok ég mætti á æfingu áðan sem frump girl. mikið asskoti var þetta skemmtileg og áhugaverð æfing. leikstjórinn okkar hann Jón Páll Eyjólfsson er spennandi strákur. rosalega orku sem virkar skapandi á mann og er með frískar og krassandi hugmyndir. við erum að vinna út frá okkur sjálfum og umhverfi okkar. markmiðið er að búa til leikhús en ekki beint leikrit. þetta er spennandi tími og hlakka ég til að sjá útkomuna. það eru skrautlegir karakterar með í hópnum og enn eiga víst eftir að bætast í hópinn mun fleiri. ég vonast eftir gæðum......
I´m the kinda bitch that you wanna get with.... þokkalega er ég að reka mig á það daglega að ef maður er nógu mikill töffari og nógu mikil tík þá missir fólk coolið og gerir hluti sem það annars myndi ekki gera eða sko.. það er eins og karlmenn líkt og svo allt of margar konur vilji að maður komi fram við það eins og maður sé the shit. allt er þó gott í hófi ekki satt. það er búið að kitla egóið mitt svo að maður þarf nú að fara passa að það stígi manni ekki til höfuðs. ég var að ræða við ungann (fáránlega myndarlegann) leikara fyrir stuttu síðan og við fórum inná þetta svið. hann var merkilega rólegur yfir öllu skjallinu sem beint var að honum og sagði að ef hann tæki það inn væri hann að springa úr hroka og monti. mér fannst nokkuð merkilegt að hann væri svo meðvitaður um að taka ekki of mikið mark á fjöldanum. fyrir utan það er hann feiminn og á víst erfitt með að taka hóli. sem er by the way frekar hot. nema að það sé act en ef svo er þá er hann með þetta allt á hreinu. en það er svo skrítið með mann ef maður trúir ekki sjálfur að maður sé the shit þá skiptir engu máli hversu margir segja manni það maður trúir því ekkert frekar. jafnvægi er allt sem skiptir máli, jing og jang, svart og hvítt, undir og yfir, limbóið yfir línuna. best að vera að bylgjast eftir beinu línunni, öfgar stundum og strikið hinn daginn, sveiflast en ekki missa takið.......

ramble ramble ramble
Rebbi

Sunday, September 12, 2004

hey'all

ok þá er komið að því...
nei nei ekkert merkilegt. ég er búin að vera að ferðast með Brúðubílnum um Austurlandið góða og er búin að skemmta mér konunglega. er orðin nokkuð góð í landafræðinni og hef yndi af því að skoða þetta gullfallega land okkar.. Danadrotting er á leið í heimsókn og verður í viku. Hún skilur því miður prinessuna eftir heima svo að við verðum bara að sakna hennar. Daybruse er á landinu og hún er í góðum fíling. Fórum á gott djamm á föstudaginn eftir að hafa setið og slúðrað í 3 tíma um allt. Hún klikkar aldrei snillingurinn. Hitti Eddu mömmu köngulóarkonunnar og tvíburasystir hennar á laugardaginn á Thorvaldsen og hún er víst á leið til hennar í byrjun næsta mánaðar. gaman gaman..... ég gerðist svo fræg að fara á fótboltaleik á laugardaginn. þróttur spilaði á móti haukum. karlmaðurinn spilaði ekki með af því að hann er enn að jafna sig eftir uppkurð svo að hann var bara bekknum. redhot fékk að spila smá og sýndi nokkra takta.... nú það fór á þá leið að strákarnir unnu 2-1 og komust þar með upp í úrvalsdeild til lukku með það drengir! ég verða því miður að viðurkenna það að ég er farin að kunna að meta boltann aðeins meir en ég gerði, ekki það að ég skilji hann til fullnustu en þegar gredda er í strákunum þá er gaman að horfa. það er svo sem eins með allt í lífinu. ef greddan er til staðar þá er gaman. og nú eins og endra nær er hún að fara með mig. ég er orðin spennt en er samt enn þá í lausu lofit hvað varðar veturinn. þarf að fara að finna mér einhvern til að hjálpa mér að koma saman monologum aðallega á ensku af því að þau próf eru á undan. ég á enn eftir að finna vinnu fyrir veturinn svo að ef einhver getur bent mér á eitthvað sniðugt þá látið mig endilega vita takk takk. ég fór í síðustu viku að hlusta á Maríus syngja með sinfó og hann var æði sérstaklega þegar hann sleppti sér í leikúsinu af það er svo sterkt í honum. ég fór líka að sjá smettið á mér í bíó og sem betur fer var mr. McHot með mér. hann var ómetanleg stoð og stytta og hann er örugglega blár og marinn á lærinu eftir mig. ég veit ekki af hverju ég varð svona stressuð, mér fannst þetta ótrúlega óþægilegt. ég veit ekki hvort ég meiki að sjá mig á tjaldinu í stærri rullu. ekkert mál að leika en ekki að sjá það. finnst ég svo tilgerðarleg get ekki að því gert. en Silja má vera stolt. var á leikæfingu áðan með SL og þar vorum við látin skrifa niður lýsingarorð um hina eitt á mann og hér kemur það sem skrifað var um mig :örugg, dramatísk,framhleypin,traust,örþreytt, hress, kynþokkafull, yfirgnæfandi, kát, falleg, sjálfsánægð og glysgjörn. þetta er algjör snilld. reyndar voru nokkrir þarna sem ég þekki ekki neitt svo að þetta er allt mjög áhugavert. það er að segja hvernig fólk lítur á mann.verkefnið er svo að á morgun mætum við í karakter sem við byggjum á þessum lista nema hvað við eigum að vera öfugt við það sem skrifað var.... þetta verður snilld. ég verð leiðinleg, hyper, óframfærin ljót og púkó..... þetta verður frábært!
þar til næst kæru vinir

kveðja rebbi