Wednesday, October 13, 2004

veikindi og leiðindi.....

eins og það er búið að vera gaman hjá mér í öllu því sem ég hef verið að stússast í þá sagði líkaminn stopp og nældi sér í flensu. en eins og vanalega þá sé ég ekki eftir neinu. er búin að vera viðriðin 2 af þeim 3 kvikmyndum sem er verið að taka upp hér á landi í augnabliknu. tók Peter og Forrest í rassgatið með frammistöðunni minni í Lítilli ferð til himna, þeir stóðu bara og svitnuðu og sögðu að loksins væri einhver viti kominn inn í bransann múvahahahahaha..... nei nei djók það sést kannski í 2 sek.brot í mig og það ekki einu sinni vel. svo var ég bara að tussast á settinu hjá Strákunum okkar. ég er líka alltaf að komast að því betur og betur hversu miklu betur sviðið á við mig. mér finnst leikhúsið miklu miklu meira spennandi listform. kvikmyndabransinn er miklu meira djamm og stuðdæmi, eða þannig kemur hann mér fyrir sjónir. það er svo gaman að spjalla við bransafólk það er svo margt sem maður getur svo hlegið af. það eru svo margir bitrir og þessi staðhæfir þetta á meðan næsti kemur með andstæðann pól og fer í kross og hringi og shit ég veit ekki hvað. ég hef alltaf sagt og mun segja það ef hjartað er til staðar þá ertu ok um leið og eldurinn dvínar þá á maður bara að fara að gera eitthvað annað og þá annað hvort að hvíla sig og koma svo inn sterk/ur eða fara bara í eitthvað allt annað for ever!
sumir þurfa bara smá spark í rassin og ég nefni engin nöfn. ekki að allir séu svona ég hitti líka fullt af fólki sem ég ber mikla virðingu fyrir og á meira skilið!

rebbinn er að koma sterkur inn í bóksatflegri merkingu!!!!!!

kveðja
rebbi

Sunday, October 03, 2004

timinn liður....

heil og sæl allir!

lífið er skrítið, það er svo skrýtið. maður er svo allt of oft haldin einhverjum ranghugmyndum um gang mála. ungt fólk tekið í blóma lífsins svona rétt þegar það er að byrja. aðrir ganga um í tilfinningadaufri tilveru og husga mest um sjálfan sig. ekki misskilja auðvitað þarf maður að hugsa um sjálfann sig því að enginn annar gerir það en maður verður að taka tillit til aðstæðna og umhverfis. ég verð alltaf meðvitaðari og meðvitaðari um það hversu mikilvægt það er, í þessum heimi, þessu samfélagi, að vera við stjórnvölin sjálfur og láta ekki stjórnast af ytri áreiti heldur hlusta á það sem hjartað segir. treysta á sjálfið....
það vantar ekki svartnættið á þessum sunnudegi!
maður heldur áfram að vinna að kvikmyndagerð. eftir ævintýrin með Kisa og Strákanna okkar, auglýsingagerð þá held ég í Litla ferð til himna í kvöld. við leikum til styrktar Stúdentaleikhússins og rennur því allur ágóðinn af vinnu okkar til hópsins.
ég mun koma til með að auglýsa hvenær herlegheitin verða frumsýnd

kveðja
rebbi