Tuesday, November 30, 2004

Sigri hrosandi göngum við fram...

Það er alveg obboslega gaman að finna þann meðbyr sem þýtur undir vængi Stúdentaleikhússins þessa dagana. Við erum einstaklega stolt af afreki okkar, litla barninu okkar sem við fæðum í/á hverri sýningu. Stoltastur er þó pabbinn hann Palli en við erum samt líka stoltari af honum. Hehe....
Við erum æði, hann er æði og þið sem eruð búin að koma og sjá eruð æði og þið sem eruð á leiðinni að sjá eruð æði. Er ekki allt æði, óðs manns æði, æði flæði og bara hraun og æði. Nei ég er ekki búin að sofa nóg ef þið eruð að velta því fyrir ykkur.
Við erum búin að bæta við 2 sýningum sökum vinsælda og verða þær 18. og 19.des. en það er náttúrulega sýningin á fimmtudaginn 2.des. Ég veit ekki hvort það er uppselt. Allir að koma! Allir að koma! Allir að koma!

Afsakið mig en er ég ein um að finnast það óhuggulegt að sjá Jóa Fel. búa til mat?

Kveðja
rebbi

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Rooosalega er ég glöð að þú ert farin að blogga aftur molinn minn!
Ég hlakka til að koma á sýninguna þína þegar ég kem til Íslands.
Knús
Matta

November 30, 2004 at 11:55 PM  
Blogger Angurgapi said...

Hola guapisima!
Verður engin sýning milli jól og nýárs?Langar alveg frekar mikið að sjá þetta leikrit.Var ég búin að segja þér hvað mér finnst þú góð leikkona/leikari/leikmaður...
Hlakka svo mikið til að hitta þig og knúsa þig.Vonadi verður ekki brjálað að gera hjá þér eins og vanalega...
Þú ert svo dugleg að fylla dagskránna þína

December 5, 2004 at 12:08 PM  
Blogger Angurgapi said...

Ölstofan 22.des...

December 6, 2004 at 4:54 PM  

Post a Comment

<< Home