Sunday, November 28, 2004

Hæ ég heiti......

Bara svona ef þið eruð búin að gleyma því. Lífið er yndislegt. Lífið er ógnvænlegt. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og þá sérstaklega um sjálfan mig. Það er svo gott að vera speglaður, ég hef verið þeirri gæfu aðnjótandi undanfarið. Hvar er best að sjá sjálfan sig? Í öðrum? Stundum. Ég fæ af og til að heyra hvernig ég kem fram við menn og dýr og finnst mér það alltaf jafn fyndið. Hvernig ber ég saman "mig" og mig? Það er svo gaman. Hvernig sé ég sjálfan mig og hvernig sjá aðrir mig.
Inntökuprófin í leiklistardeildina eru að nágast hratt og spennan fer vaxandi og ég finn að pressan er mikil. Aðallega sú sem ég set á mig sjálf. Ég hef verið að stússast svo mikið í bransamálum og fengið mikið af athugasemdum, ráðum, skipunum, spurningum og hvatningu. Ég er í algjörri sjálfsskoðun og er að vega og meta hversu mikið ég geti látið þetta stjórna mér. Af því að þessa dagana kemst ekkert annað að. Hollt? Ég veit það ekki.....

Hrósið fær Egill Helgsaon fyrir Silfrið í dag. Formaður þingflokks framsóknar tilkynnti víst samkvæmt fréttum Stöðvar 2 að við myndum draga til baka stuðning okkar við stríðið í Írak. Við værum tekin af lista yfir hinar staðföstu þjóðir. Það verður gaman að sjá hvað gerist....

Kveðja
Rebbi

0 Comments:

Post a Comment

<< Home