Monday, December 13, 2004

atvinnuleysi > æðruleysi? ég veit það ekki!

það er skrýtið að loksins þegar manni gefst tómarúm til að safna sér og tjasla sér saman eftir annatarnir þá leiðist manni bara. hversu oft hef ég ekki kvartað yfir að vera þreytt á of miklu stressi og hversu mikið ég vildi að ég ætti smá stund til að bara gera ekkert. well it´s here og?????? jú ég kvarta yfir því að hafa ekkert að gera. af hverju getur maður aldrei verið ánægður? listamaðurinn í mér er alltaf að leita að hinni sönnu hamingju...no wooo róleg! en samt.... ég held þó að hún felist í jafnvægi. ég meina það er alltof mikið af ying yang dæmum til svo að ég get ekki horft framhjá þeim. ég verð að finna þennann "gullna meðalveg". ég verð samt að viðurkenna að ég er bara alltof mikil öfgamanneskja til þess að vera línudansmær. ég er meira svona gellan í rólunni eða trúðurinn í fallbyssunni, eða bara rólugellan í fallbyssunni. reyndar leiðast mér allir stimplar og því miður ég of gjörn á púðann, stimpilinn það er. oftast á sjálfan mig. það er svo gaman að sitja og flokka sig.
-(leik)kona
-dóttir
-stjúpdóttir
-systir
-stjúpsystir
-ákveðin
-sjálfstæð
-óörugg
-örugg
-ung samt ekki en samt....
-Íslendingur
-skósjúklingur
-kjúklingur
-ögrandi (á þá aðallega við hæð mína)
-öreigi (a.m.k.ef ég fer ekki að vinna bráðum)
-tónlistarunnandi
-fagurkeri
-SÆLkeri (slæmt, mjög slæmt af því að ég get borðað endalaust og sérstaklega núna með allann þennann aukatíma)
-sjónvarpssjúklingur
-smámunaseggur
-á ég að halda áfram
-ég held ekki.....
-en takk samt

ég byrjaði í einhverri allt annarri pælingu og enda svo í darwinískum speklulerisjónum (tíhíhíhí) eða einhverju á þeim nótunum....

nætí næt

rebbi

1 Comments:

Blogger Angurgapi said...

Mér finnst þetta góður listi...
Ég er með lista yfir hvað ég geri þegar mér leiðist:
*Út að labba með myndavél.
*plötubúðir;hlusta,uppgötva,kaupa.
*Lesa.
*Sauma.
*Hanga á netinu.
*Teikna.
*Skrifa bréf.
*Heimsækja vini.
*Syngja.
*Dansa.
*Hugleiða.
*Taka til.
*Horfa á bíómynd.
*Prjóna.

Þetta gæti veitt þér einhverjar hugmyndir...
Stundum er maður samt bara eirðarlaus og þá er einhvernveginn ekkert sem veitir manni fyllingu nema...

December 13, 2004 at 2:20 PM  

Post a Comment

<< Home