Sunday, October 03, 2004

timinn liður....

heil og sæl allir!

lífið er skrítið, það er svo skrýtið. maður er svo allt of oft haldin einhverjum ranghugmyndum um gang mála. ungt fólk tekið í blóma lífsins svona rétt þegar það er að byrja. aðrir ganga um í tilfinningadaufri tilveru og husga mest um sjálfan sig. ekki misskilja auðvitað þarf maður að hugsa um sjálfann sig því að enginn annar gerir það en maður verður að taka tillit til aðstæðna og umhverfis. ég verð alltaf meðvitaðari og meðvitaðari um það hversu mikilvægt það er, í þessum heimi, þessu samfélagi, að vera við stjórnvölin sjálfur og láta ekki stjórnast af ytri áreiti heldur hlusta á það sem hjartað segir. treysta á sjálfið....
það vantar ekki svartnættið á þessum sunnudegi!
maður heldur áfram að vinna að kvikmyndagerð. eftir ævintýrin með Kisa og Strákanna okkar, auglýsingagerð þá held ég í Litla ferð til himna í kvöld. við leikum til styrktar Stúdentaleikhússins og rennur því allur ágóðinn af vinnu okkar til hópsins.
ég mun koma til með að auglýsa hvenær herlegheitin verða frumsýnd

kveðja
rebbi

0 Comments:

Post a Comment

<< Home