Sunday, July 25, 2004

I know how to work it.....

ok klukkan er 5:55 á sunnudagsmorgni og ég var að koma heim af djamminu. kvöldið byrjaði rólega með Thelmu workinggirl í partý hjá Dodda (blast from the past) en hann er gamall nágranni minn og ég lent á nostalgíutrippi með mömmu hans að rifja upp þá gömlu og góðu. við afsökuðum okkur og brugðum okkur rétt heim. fórum síðan á 101 og fengum okkur kaffibolla til að hressa okkur við. tvær voða djammslappar. svo allt í einu hringir síminn þá er það könglulóarkonan frá Barcelona og mikið var gaman að heyra í henni. er sem sagt búin að koma sér fyrir og byrjuð að njóta lífsins sem ég var glöð að heyra. eftir saknaðartal og elskulegheit kvöddumst við og ég heilsaði Mr. Hottie McHot en hann var á leið í bæinn með vinkonum sínum þeim Unu og Júlíu. workinggirl vildi fara heim að sofa svo að ég keyrði hana heim og hélt svo af stað að hitta McHot & co. við röltum, og eins og þeir sem þekkja mig get ég ekki verið kyrr á stað sem ég er ekki að fíla svo það var smá rölt. endaði svo inni á KB þökk sé Jóa the Man with the Plan enda stappað út úr dyrum. En við vorum bara 2 ég og Mr. McHot. Við dönsuðum fullt og kynntumst fyrir tilstilli Jónsa (sigurrósarsöngfugls, svo sætur...) Neal. frekar sætur gaur sem spilar í liði hinna hýru. hann var svo frábær að hann ætlar að senda mér bol af því að ég sagði að hans væri svo flottur. jú viti menn hann bjó hann til og hann var svo upp með sér. skiptumst á emil og allt! he´s a keeper! svo var það orðið ljóst að "ég" var búin sjá til þess að Mr. Mchot og sæti sæti Neal væru á góðri leið (óþarft að nefna hvaða) lét ég mig hverfa á braut með gleði í hjarta og von um að allt gangi eins og "ég" ætlaði.... ekki það að McHot hafi ekki séð um þetta sjálfur! það er ekki þar með sagt að ég hafi ekki fengið lookin í kvöld, merkilegt hvað einn toppur getur gert mikið hehehehehehe........

allavegana þetta var hin mesta og besta skemmtun og hlakka ég til að endurtaka fleiri djömm með honum Hottie mínum aka Þóri!

Rebbi

1 Comments:

Blogger Herra Þóri said...

Svo er bara spurning hvort þetta sé allt satt sem Blárefurinn segir.... (",)

July 26, 2004 at 12:40 PM  

Post a Comment

<< Home