Friday, July 30, 2004

vei vei vei

Anna Lilja er komin heim!!!! frekar gott að fá litla skinnið heim til sín aftur. mikið er ég búin að sakna hennar mikið! hún kom heim áðan og fagnaðlætin voru mikil. ég fór á fund Freemanns og er hann að hitna allverulega sem er gott mál. Eve kíkti svo með mér á systurnar sem sátu í þeirri verstu fýlu sem ég fundið síðan ja ég veit ekki hvenær. einhverjir vinir Thor V. sem og hann sátu og stinkuðu upp pleisið og þá er ég að tala um bókstaflega eeeejuuuu! við röltum því af Ölstofunni þar sem við vorum og niður á aðalkaffipleisið í bænum Segafreddo. á leiðinni hitti ég Hönnu coolíó en hún og Unnar voru á Kaffibarsleið. Hanna er búin að vera í sveitinni og að vinna til skiptis og loksins þegar hún er laus þá er ég bizzy....dæmigert! jæja, Ása hin skandinavíska hellti í bollana með brosi og ég Eva og systurnar brostum á móti. ekki leið á löngu þar til heitasti fréttamaður sem á skjáinn hefur komið mætti og birti upp Freddo. nú Eva og systurnar fóru stuttu seinna og við skötuhjúin spjölluðu enda orðið langt síðan við höfum átt one on one. vináttan var ofarlega á spjalllistanum og er ég mikið að velta fyrir mér hverjir eru "vinir" mínir. ég er að flokka þetta aðeins. eins og þeir sem þekkja mig þá er nú mjög vinaleg og á skrilljón KUNNINGJA. ég á svo nokkra VINI sem eru svona real thing. svo er það gráa svæðið. fólk sem er mitt á milli og ég veit ekki alveg hvar ég hef og hvar ég á að setja. ekki það að ég hati ekki fólk sem flokkar og dæmir en það er bara samt ágætt að stoppa stundum og athuga hvernig samband mitt við fólk er. hvar hef ég það og hvar hefur það mig. ekki að það skipti svo miklu máli ég ræð hvort eð er ekki miklu um það enda kæri ég mig ekkert um slíkt. ok ég veit að ég á það til að vera stjórnsöm en líkt og amma þá vil ég bara vel. þeir sem ekki þekkja ömmu þá er hún það en bara af því að hún vill ofsa vel og er að reyna hjálpa! maður lærir svo lengi sem maður lifir. Héðinn kom með ágætispunkt sem ágætt er að minna sig á :fólk skiptir um vini. ef maður ætlar sér að halda í fólk þá þarf maður að rækta sambandið og vona að hinn aðilinn sé í sömu hugleiðingum. þetta er eins með öll sambönd.
ég er svo á leiðinni til Eyja á morgun til þess að skemmta Skeggjunum og gestum með Brúðubílnum svo ég bið ykkur öll vel að lifa og fara varlega um helgina. kem aftur á sunnudagskvöld (því miður of seint til að fara í Skorró) og er því að plana djamm með posse-inu og öllum þeim sem hafa áhuga....

nótið lífsins þar til næst

Rebbi

2 Comments:

Blogger Angurgapi said...

Thad er sko eins gott fyrir thig ad thú sért ekkert ad efast um mig thó ad ég sé hér og thú thar.Thú losnar aldrei vid mig.En ég er sammála thessu samt.stundum tharf madur ad stoppa og hugsa.Og thad er alltaf gaman ad kynnast nýju fólki.
Ég sakna thín gedveikt og ég elska thig alla leid til tunglsins og aftur til baka.

August 2, 2004 at 2:47 PM  
Blogger Angurgapi said...

jei!ég bið rosalega ofboðslega vel að heilsa Önnu Lilju. Knús og kossar.
svo mátt þú nú alveg kommenta hjá mér...

August 5, 2004 at 2:20 PM  

Post a Comment

<< Home