Sunday, September 12, 2004

hey'all

ok þá er komið að því...
nei nei ekkert merkilegt. ég er búin að vera að ferðast með Brúðubílnum um Austurlandið góða og er búin að skemmta mér konunglega. er orðin nokkuð góð í landafræðinni og hef yndi af því að skoða þetta gullfallega land okkar.. Danadrotting er á leið í heimsókn og verður í viku. Hún skilur því miður prinessuna eftir heima svo að við verðum bara að sakna hennar. Daybruse er á landinu og hún er í góðum fíling. Fórum á gott djamm á föstudaginn eftir að hafa setið og slúðrað í 3 tíma um allt. Hún klikkar aldrei snillingurinn. Hitti Eddu mömmu köngulóarkonunnar og tvíburasystir hennar á laugardaginn á Thorvaldsen og hún er víst á leið til hennar í byrjun næsta mánaðar. gaman gaman..... ég gerðist svo fræg að fara á fótboltaleik á laugardaginn. þróttur spilaði á móti haukum. karlmaðurinn spilaði ekki með af því að hann er enn að jafna sig eftir uppkurð svo að hann var bara bekknum. redhot fékk að spila smá og sýndi nokkra takta.... nú það fór á þá leið að strákarnir unnu 2-1 og komust þar með upp í úrvalsdeild til lukku með það drengir! ég verða því miður að viðurkenna það að ég er farin að kunna að meta boltann aðeins meir en ég gerði, ekki það að ég skilji hann til fullnustu en þegar gredda er í strákunum þá er gaman að horfa. það er svo sem eins með allt í lífinu. ef greddan er til staðar þá er gaman. og nú eins og endra nær er hún að fara með mig. ég er orðin spennt en er samt enn þá í lausu lofit hvað varðar veturinn. þarf að fara að finna mér einhvern til að hjálpa mér að koma saman monologum aðallega á ensku af því að þau próf eru á undan. ég á enn eftir að finna vinnu fyrir veturinn svo að ef einhver getur bent mér á eitthvað sniðugt þá látið mig endilega vita takk takk. ég fór í síðustu viku að hlusta á Maríus syngja með sinfó og hann var æði sérstaklega þegar hann sleppti sér í leikúsinu af það er svo sterkt í honum. ég fór líka að sjá smettið á mér í bíó og sem betur fer var mr. McHot með mér. hann var ómetanleg stoð og stytta og hann er örugglega blár og marinn á lærinu eftir mig. ég veit ekki af hverju ég varð svona stressuð, mér fannst þetta ótrúlega óþægilegt. ég veit ekki hvort ég meiki að sjá mig á tjaldinu í stærri rullu. ekkert mál að leika en ekki að sjá það. finnst ég svo tilgerðarleg get ekki að því gert. en Silja má vera stolt. var á leikæfingu áðan með SL og þar vorum við látin skrifa niður lýsingarorð um hina eitt á mann og hér kemur það sem skrifað var um mig :örugg, dramatísk,framhleypin,traust,örþreytt, hress, kynþokkafull, yfirgnæfandi, kát, falleg, sjálfsánægð og glysgjörn. þetta er algjör snilld. reyndar voru nokkrir þarna sem ég þekki ekki neitt svo að þetta er allt mjög áhugavert. það er að segja hvernig fólk lítur á mann.verkefnið er svo að á morgun mætum við í karakter sem við byggjum á þessum lista nema hvað við eigum að vera öfugt við það sem skrifað var.... þetta verður snilld. ég verð leiðinleg, hyper, óframfærin ljót og púkó..... þetta verður frábært!
þar til næst kæru vinir

kveðja rebbi

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

so missy red red red,
thanks for my airport letter, i know it was 3 months ago, but you know,,,afrika time hey.
hope you are still blooming in an autumn iceland, while i am boiling in 30 degrees spring weather.
i am sending my husband back to the ice :) so take good care of him,
hope to see you soon,
andre the afrikan man of mystery ;)

September 13, 2004 at 12:46 PM  

Post a Comment

<< Home